Vafningarnir eru geggjaðir!!!! Gera akkúrat það sem ég leitaði eftir. Júlían var ótrúlega vinalegur og hjálpfús þegar ég kom að sækja. Hlakka til að skipta meira við Ellen og Júlían í framtíðinni.
7mm PL hnéhlífar - FORGE - Orange
7mm PL hnéhlífar - FORGE - Orange
7mm PL hnéhlífar – FORGE - Kraftlyftingahnéhlífar
SBD PL hnéhlífarnar eru hannaðar fyrir keppnisfólk í kraftlyftingum sem er að leita eftir hámarksstuðningi úr hnéhlífunum sínum.
Þær henta að sjálfsögðu líka fullkomlega fyrir alla sem vilja MIKINN stuðning við hnén OG finnst gaman að lyfta mjög þungt!
PL hnéhlífarnar styðja gríðarlega vel við hnén í gegn um alla hnébeygjuna og eykur þrýsting við hné og eykur sjálfstraust fólks undir stönginni.
FORGE línan kemur út í takmörkuðu upplagi, en er með sömu eiginleika og er framleidd samkvæmt sömu ströngu gæðastöðlum og hefðbundna vörulínan okkar.
· Seldar í pörum
· Samþykktar af IPF og IWF
· Hágæða þykkt neoprene sem veitir gríðarlegan stuðning við hnén í gegn um alla hnébeygjuna
· Stórbætt fjögurra-átta teygja sem gerir neoprene efninu kleift að teygjast mikið þegar farið er í þær – það þarf því ekki að hræðast það að velja þröngar hnéhlífar.
· Styrktir saumar og brúnir sem eru sérhannaðir til þess að standa af sér mikið álag
· Antimicrobial meðferð á innra lagi dregur úr uppsöfnun baktería og dregur úr lykt
· Einkaleyfisvarin hönnun
· Framleiddar í Sheffield, Bretlandi