FAQ

Við erum alltaf boðin og búin til þess að aðstoða ykkur og svara öllum þeim spurningum sem upp geta komið varðandi vörurnar okkar, kaupferlið, sendingarmáta og um hvað sem er!

En til þess að spara ykkur sporin, kæru viðskiptavinir, þá eru hér þær spurningar sem við fáum hvað oftast til okkar, ásamt svörum að sjálfsögðu!

 

Er SBD á Íslandi bara netverslun?

Stutta svarið við þessari spurningu er já.
En við bjóðum áhugasömum að koma til okkar að skoða, máta og kaupa ef óskað er eftir því. Við erum með SBD lagerinn í heimahúsi eins og er, svo að við erum opnunartíma eftir samkomulagi.
Fyrir ykkur sem búið utan höfuðborgarsvæðisins þá erum við í samstarfi við endursöluaðila á Akureyri (Fitnessvefurinn) og í Borgarnesi (Brúarsport) þar sem hægt er að kaupa okkar vinsælustu vörur. 

 

Hvernig get ég nálgast vörurnar mínar?

Við bjóðum upp á að senda vörur með Póstinum, Dropp og svo er hægt að velja að sækja til okkar á Sogaveg 172, 108 Reykjavík.
Pantanir sem berast fyrir kl. 12 á virkum dögum fara alla jafna í póst samdægurs, annars í síðasta lagi næsta virka dag. 

 

Skilað og skipt

Ef svo óheppilega vill til að varan sem þú pantaðir passar ekki, þá er sjálfsagt að fá henni skipt, svo lengi sem ekki er búið að nota vöruna, æfa í henni og hún er í óaðfinnanlegu og upprunalegu ástandi. 

Ef þú fékkst vöruna senda og sérð þér ekki fært að koma með vöruna til okkar í eigin persónu, þá getur þú sent okkur vöruna til baka á eigin kostnað ásamt upplýsingum um vöruna sem þú vilt fá í staðinn, nafni, heimilisfangi og síma.
Við greiðum svo að sjálfsögðu sendinguna sem þú færð til baka.

 

Ég er óviss um hvaða stærð ég þarf af hnéhlífum?

Það er mjög skiljanlegt að vera ekki með stærðina á hreinu þegar þú kaupir þínar fyrstu SBD hnéhlífar.
Til þess að finna út stærðina sem hentar þér best er hægt að mæla ummál hnés með fótin útréttann og vöðvana slaka. Mældu yfir hnéskelina og svo í kringum breiðasta hluta kálfans. en hér fyrir neðan má sjá stærðartöflu frá SBD Apparel:

 

Hvernig er best að þrífa SBD hnéhlífar?

Við mælum með því að:
- þvo hlífarnar í höndunum
- nota þvottaefni sem ætlað er fyrir neoprene, eða annað mjög milt þvottaefni. 
- skola hlífarnar vel og vinda varlega úr þeim vatnið
- láta hlífarnar þorna standandi (ekki á ofni)