Vafningarnir eru geggjaðir!!!! Gera akkúrat það sem ég leitaði eftir. Júlían var ótrúlega vinalegur og hjálpfús þegar ég kom að sækja. Hlakka til að skipta meira við Ellen og Júlían í framtíðinni.
Um okkur
Hver erum við?
Við heitum Ellen Ýr og Júlían J. K. og við erum fólkið á bak við SBD á Íslandi.
Bæði höfum við brennandi áhuga á kraftaíþróttum og höfum bæði æft og keppt í kraftlyftingum með og án búnaðar í rúman áratug.
Við höfum bæði valið SBD vörurnar fram yfir aðrar frá því að SBD kom fram á sjónarsviðið og það er okkur bæði mikill heiður og kappsmál að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á þessar vörur hér á landi. Auðvelt aðgengi að vönduðum lyftingavörum er að okkar mati lykilþáttur í því að ýta undir velgengni íþróttafólks í kraftaíþróttum og mikil lyftistöng fyrir kraftaíþróttir hér á landi.
Við erum opinber og viðurkenndur söluaðili SBD Apparel á Íslandi.
SBD á Íslandi er einungis vefverslun, en við tökum fagnandi á móti áhugasömum á Sogavegi 172 eftir samkomulagi.