STÆRÐARTÖFLUR

Hér getur þú nálgast stærðartöflur fyrir allar helstu vörur SBD Apparel!

Þú þarft að hafa málband við höndina og mæla þig eftir leiðbeiningum - en ef þú ert enn ekki alveg 100% viss með val á stærð eftir mælingu, þá erum við að sjálfsögðu boðin og búin til þess að aðstoða! 

 

SBD belti:
stærðirnar eiga við um bæði 10mm og 13mm beltin

Leiðbeiningar:
Til þess að mæla þig rétt fyrir stærð á SBD belti er best að mæla ummálið um kvið á þeim stað sem þú kemur til með að hafa beltið. 
Til þess að þú hafir rými til þess að bæta á þig eða leggja af mælum við eindregið með því að velja þá stærð þar sem ummálstölur þínar liggja u.þ.b. í miðjunni.
Til dæmis ef ummál þitt mælist 105cm, væri líklega best fyrir þig að velja belti í stærð 2XL.

 

SBD hnéhlífar

Leiðbeiningar:

Best er að mæla fyrir hnéhlífum sitjandi, þannig að þú mælir ummál hnés yfir hnéskel með fótinn útréttan en ekki með hnéið læst. 
Ef þú vilt hafa hnéhlífarnar mjög þröngar þá gætir þú tekið stærðina fyrir neðan þá sem stærðartaflan sýnir. 
Ef þú ert með stóra kálfa, þá gæti verið rétt að velja stærðina fyrir ofan þá sem mælingin sýnir þér. 

SBD Olnbogahlífar

Leiðbeiningar: Til þess að mæla fyrir réttri stærð af SBD olnbogahlífum skal mæla ummál framhandleggs og ummál neðsta hluta upphandleggs með höndina sem mæld er útrétta og vöðva í slakri stöðu og velja þá stærð sem passar best báðum mælingum. 

SBD olnbogahlífarnar gefa meira eftir/teygjast meira en SBD hnéhlífarnar t.d. svo að ef að þú mælist á milli stærða, mælum við með því að velja minni stærðina.