Skip to product information
1 of 8

SBD á Íslandi

10mm SBD kraftlyftingabelti (2023)

10mm SBD kraftlyftingabelti (2023)

Venjulegt verð 43.990 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 43.990 ISK
Útsala Uppselt
Taxes included. sendikostn. reiknaður við kaup.

SBD kynnir: nýjustu viðbótina við hið goðsagnakennda 13mm belti sem við þekkjum svo vel. 10mm beltið er gert úr sama hágæða hráefni, handgert úr bresku leðri og er sama hágæða handverkið sem þú hefur kynnst frá SBD.

10mm beltið er með endurhannaðri smellusylgju sem er fyrirferðarminni og tónar vel við beltið sjálft, sem er þynnra en upprunalega beltið. 

10mm beltið hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna í kraftaíþróttum. 

Hver er munurinn á milli 13mm og 10mm beltanna?

10mm beltið deilir mörgum eiginleikum með hinu klassíska 13mm belti, þar á meðal hinni frábæru hönnun á sylgjunni, sem SBD hefur fengið einkaleyfi á, og beltið er framleitt að öllu leyti í Bretlandi eins og aðrar vörur frá SBD.

Beltið er 10mm þykkt - samsett úr tveimur hlutum af leðri og einu lagi af rúskinni - það veitir áþreifanlegan stuðning en heftir þig minna en 13mm beltið.
13mm beltið er gert úr þremur lögum af leðri auk rúskinnsfóðursins. Þetta gefur lyfturum meira rými til að sveigja bakið (t.d. í bekkpressu) og gerir lyfturum kleift að koma sér í stöður sem 13mm beltið getur í sumum tilfellum komið í veg fyrir.

Sylgjan hefur einnig verið endurbætt, er þó með sömu „smellu“ eiginleikum og sylgjan á SBD beltinu, en er fyrirferðarminni og með mýkri og rúnaðri brúnum. 

Hvort beltið ætti ég að velja?

13mm beltið veitir meiri stuðning en 10mm beltið. Hinsvegar hentar 10mm beltið líklega betur einstaklingum með styttri búk, þeim sem lyfta með mikilli sveigju á bakinu og þeim sem finna mikið fyrir snertingu 13mm beltisins við fætur í botnstöðu t.d. hnébeygju. 10mm beltið veitir engu að síður mikinn stuðning.

Að auki gefur 10mm beltið meira eftir, þannig að það mótast fyrr og auðveldar að eiganda sínum - það má því segja að 10mm beltið gæti verið tilvalið „byrjendabelti“.

Skoða vörusíðu