Vafningarnir eru geggjaðir!!!! Gera akkúrat það sem ég leitaði eftir. Júlían var ótrúlega vinalegur og hjálpfús þegar ég kom að sækja. Hlakka til að skipta meira við Ellen og Júlían í framtíðinni.
Kraftlyftingasinglet - KVK snið
Kraftlyftingasinglet - KVK snið
Venjulegt verð
14.900 ISK
Venjulegt verð
Útsöluverð
14.900 ISK
einingaverð
/
per
- SBD kraftlyftingasingletin eru leyfð í keppnum á vegum IPF
- Eru hönnuð, saumuð og framleidd í Englandi
- Nýtt snið sem hannað var í samstarfi við afreksíþróttafólk - þau sem nota singletið.
Stærðartöflu má finna hér að neðan.
SBD kraftlyftingasingletið er búið til úr sterku örtrefjaefni sem andar vel ásamt því að veita aðhald.
Faldsaumarnir eru með ísaumaðri teygju sem tryggir það að singletið helst á sínum stað. Að auki er ekki teygja í faldinum að neðan en sniðið gerir það að verkum að efnið skerst síður inn í lærin, en helst þó á síðum stað.
Helsti munurinn á KVK og KK sniði er sá að KVK sniðið er styttra að ofan, .þrengra í mittið og skálmarnar eru víðari og ekki með teygju í faldi.
Stærðirnar eru miðaðar við líkamsþyngd íþróttafólksins, en okkar reynsla er sú að takir þú t.d. L í flestum fötum, ætti að vera nokkuð öruggt að velja singlet í stærð L.
Stærðartafla
XS | <50kg |
S | 50-60kg |
M | 60-70kg |
L | 70-85kg |
XL | 85-100kg |
2XL | 100-115kg |
3XL | 115-130kg |