Ertu að fara að keppa á þínu fyrsta kraftlyftingamóti?

 

Er fyrsta mótið þitt framundan?
Ertu ekki alveg viss um hvaða búnað þú þarft að vera með, hvaða búnað þú MÁTT nota og hvaða búnaður er nauðsynlegur og hver ekki?

Við erum hér og með öll svörin!

Hér að neðan förum við yfir hvaða búnað þú þarft að hafa meðferðis á keppnispallinn til þess að mega keppa og hvað er gott að hafa, þó það sé ekki eins nauðsynlegt.

Þessi yfirferð er vissulega miðuð að lyftingavörum frá SBD á Íslandi, en allur lyftingabúnaður til sölu hjá SBD á Íslandi, að undanskildum olnbogahlífum, er löglegur á kraftlyftingamótum á vegum IPF / EPF / Kraftlyftingasambandi Íslands. 

 

Nauðsynlegur búnaður:

Þú þarft að hafa eftirfarandi meðferðis á keppnisstað til þess að komast í gegn um „búnaðartékk“ sem fer fram fyrir eða eftir vigtun. 

  • Singlet
    Kraftlyftingasingletin frá SBD eru lögleg á öllum lyftingamótum. Þau eru hönnuð í samstarfi við keppnisfólk í fremstu röð og þau voru gefin út í nýrri og endurbættri útgáfu árið 2020.
    Kraftlyftingasingletin eru til í karla- og kvennasniði.
    Singletin eru úr mjúku og þægilegu efni, aðsniðin og koma ótrúlega vel út á pallinum! Singletin eru til í hinum klassísku SBD-litum, svört með rauðu, en SBD Apparel gefur reglulega út limited línur í nýjum litum, þar sem þú getur fengið singletið í öðrum litum.
    Þú getur skoðað kraftlyftingasingletin okkar r.

 

  • Stuttermabolur - Þú þarft að vera í stuttermabol undir singletinu þínu í öllum keppnisgreinunum þremur (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu).
    Bolurinn þarf að vera úr bómull og ekki má vera í stuttermabol með of víðum ermum, eða ermum sem ná of langt niður á upphandlegg.
    Þú getur vissulega notað hvaða stuttermabol sem er sem stenst þessar reglur, en ef þú vilt vera alveg viss um að stuttermabolurinn þinn sé löglegur á kraftlyftingamóti og/eða vilt stuttermabol sem passar fullkomlega við singletið þitt, eru SBD bolirnir frábær kostur. Þú getur skoðað þá hér.


Skór - 
Skórnir sem þú notar í keppni þurfa ekki að vera frá „leyfðu vörumerki“, en þeir þurfa að vera „íþróttaskór“

Háir sokkar / Réttstöðulyftusokkar - Það er skylda að vera í hnéháum sokkum þegar keppt er í réttstöðulyftu. Þessir sokkar eru oft kallaðir deddsokkar, og þú færð SBD deddsokkana hér.

 

Búnaður sem er gott að hafa en vont að vanta:

Kraftlyftingabelti - Kraftlyftingabelti er sá búnaður sem flestir kaupa sér fljótlega eftir að þau byrja að lyfta og sjá fyrir sér að þessi íþrótt sé eitthvað sem þau koma til með að stunda áfram. 
SBD kraftlyftingabeltin eru löglegur búnaður á öllum kraftlyftingamótum og eru án nokkurs vafa vinsælustu beltin í kraftlyftingaheiminum í dag. Ef vel er að gáð má sjá mikinn meirihluta fremsta kraftlyftingafólks í heimi með SBD belti um sig miðja á æfingum og í keppni. 
SBD beltin eru nú tvö: 13mm þykkt (þetta upprunalega) og 10mm sem nýlega bættist við vöruúrvalið. 
Skoðaðu SBD beltin betur hér.

Hnéhlífar - Stuðningurinn og hitinn sem hnéhlífar veita hnjánum geta án efa aukið sjálfsöryggi þitt í hnébeygjunni, auk þess sem þær geta dregið úr verkjum og óþægindum sem þú getur fundið fyrir í hnjánum þegar álagið er mikið á æfingum. 

SBD framleiðir þrjár tegundir af hnéhlífum - 7mm, 5mm og kraftlyftingahnéhlífar.

7mm SBD hnéhlífarnar eru okkar vinsælasta vara, þær eru líka sú vara sem SBD Apparel var búið til í kring um. Þær henta lang flestum, hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref með stöngina á bakinu eða ert reynslumikill keppandi í kraftlyftingum.
Þú getur skoðað 7mm hlífarnar betur hér.



5mm SBD hnéhlífarnar eru hannaðar með ólympískar lyftingar og crossfit í huga, en þær henta einnig þeim sem eru að byrja að lyfta og/eða þeim sem vilja hafa hnéhlífarnar léttari eða vilja síður þann mikla stuðning sem þykkari hnéhlífar veita.
Skoðaðu 5mm hnéhlífarnar betur hér

5mm lyftingahnéhlífar sem henta vel í crossfit og ólympískar lyftingar 

Kraftlyftingahnéhlífarnar / PL hnéhlífar eru hannaðar með keppni í kraftlyftingum í huga og þær eru stífari, massívari og veita enn meiri stuðning en þessar klassísku 7mm hnéhlífar. Við höfum kallað þær „1 rep Max“ hnéhlífarnar, þar sem þær henta best í þínar allra þyngstu hnébeygjur. Það er þó að sjálfsögðu líka hægt að nota þær á æfingum þar sem þú tekur fleiri reps og sett! Þú getur lesið meira um kraftlyftingahnéhlífarnar hér

 

Úlnliðsvafningar - Ef úlnliðirnir eru að stríða þér á einhvern hátt í bekkpressu eða undir stönginni í hnébeygju þá gæti verið gott að festa kaup á góðum úlnliðsvafningum. SBD úlnliðsvafningarnir eru til í tvenns konar stífleika, flexible og stiff, og þrenns konar lengdum/stærðum - small, medium og large.

Small eru 40cm langir, medium eru 60cm langir og large eru 1 meter að lengd. Það fer eiginlega bara eftir því hvað þú vilt mikinn stuðning við úlnliðinn hvaða stærð og stífleika þú átt að velja. En okkar allra vinsælustu úlnliðsvafningar eru flexible í stærð medium. Þú getur skoðað SBD úlnliðsvafningana betur hér

 

Nú ættir þú að vera einhvers vísari um hvað það er sem þarf að hafa með á keppnisdag til þess að mega stíga á keppnispallinn.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi leyfðan búnað eða vilt bæta í safnið er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá SBD á Íslandi. Við erum hokin af reynslu þegar kemur að keppni og æfingum í kraftlyftingum og erum boðin og búin að aðstoða eins og við mögulega getum. 

KOMA SVO!

Back to blog