IPF - Vestur Evrópumót í kraftlyftingum
Share
Vestur Evrópumótið í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum 2023 fer fram dagana 8.-10. september og er að þessu sinni haldið í Ljónagryfjunni, íþróttahúsinu í Njarðvík.
Keppt er í opnum flokki í bæði kraftlyftingum með útbúnaði og í klassískum kraftlyftingum.
Á pallinum verða 104 keppendur, 59 karlar og 45 konur frá 11 löndum í Vestur Evrópu.
Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir í Ljónagryfjuna að fylgjast með þessari skemmtilegu og spennandi keppni og SBD á Íslandi verður að sjálfsögðu á staðnum með glæsilegan kynningar- og sölubás og hvetjum við sem flesta til að koma við og kíkja á okkur um helgina!
Ísland teflir fram fjölmennu liði að þessu sinni og það verður gaman að fylgjast með íslensku keppendunum á keppnispallinum og mikilvægt að mæta og hvetja okkar fólk áfram!
Mótið hefst klukkan 10 alla þrjá dagana og stendur fram á kvöld.
Við hlökkum ótrúlega til þess að sjá ykkur sem allra flest um helgina!